Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Heilsugæsla Hofsstaðaskóla er á vegum Heilsugæslunnar í Garðabæ, sími 513-5500.

Skólahjúkrunarfræðingur er Ása Sæunn Eiríksdóttir 
Netfang: hofsstadaskoli@heilsugaeslan.is

Viðverutímar hjúkrunarfræðings eru:
mánudaga og föstudaga kl. 8.00-14.00
þriðjudaga kl. 9.00-12.00
fimmtudaga kl. 8.00-12.00

Helstu verkefni skólahjúkrunarfræðings eru:

  • Reglulegar heilsufarsathuganir og ónæmisaðgerðir
  • Heilbrigðisfræðsla og ráðgjöf
  • Eftirlit með húsakynnum og aðbúnaði

Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Skólahjúkrunarfræðingur situr á fundi nemendaverndarráðs einu sinni í mánuði. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Ef óhapp eða slys verða á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólaheilsugæslunni. Öll slys og óhöpp sem verða á skólatíma eru skráð í sérstakt skráningarforrit atvik.is . 

Hér á heilsuveru má finna nánari upplýsingar um heilsuvernd skólabarna

Fræðsluefni-ráð til foreldra

 

English
Hafðu samband