Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaráð Hofsstaðaskóla var formlega stofnað 17. nóvember 2008. Skólaráðið starfar samkvæmt 8. gr laga nr. 91/2008.

Skólastjóri boðaði til fundar skólaráðs sbr. lög um grunnskóla. Kjörnir fulltrúar í foreldraráði óskuðu eftir að sitja í skólaráði, þ.e. sem fulltrúar foreldra og fulltrúi grenndarsvæðis. Fulltrúar kennara og starfsmanna voru kjörnir á starfsmannafundi. Nemendur voru að þessu sinni valdir af deildarstjóra eldra stigs, en í framtíðinni verða þeir kosnir af nemendum í 6. og 7. bekk.

Í skólaráði 2018-2019 sitja:

Margrét Harðardóttir, skólastjóri
Sigríður Sigurjónsdóttir og Íris Dögg Guðjónsdóttir, fulltrúar foreldra. Varamenn Konrad Olavsson og Björn Kristjánsson.
Sigurveig Sæmundsdóttir, fulltrúi grenndarsvæðis, 
Hafþór Þorleifsson og Hrönn Kjærnested, fulltrúar kennara
Ágústa Steinarsdóttir fulltrúi kennara til vara 
Magndís Anna Arnardóttir, fulltrúi annarra starfsmanna
Helga Rúna Þorsteinsdóttir, fulltrúi annarra starfsmanna til vara
Anna Guðlaug Ólafsdóttir og Veigar Már Brynjarsson fulltrúar nemenda, varamenn Arnar Þór Ólafsson og Sólveig Birta B. Snævarsdóttir.


Starfsreglur skólaráðs

Fundargerðir skólaráðs

Hér má nálgast einblöðung um skólaráð. Einblöðungurinn er sérstaklega ætlaður nemendum grunnskóla og hefur að geyma upplýsingar úr grunnskólalögum og reglugerð um skólaráð ásamt nokkrum hagnýtum atriðum fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í skólaráði. Einblöðungurinn er gefinn út af embætti umboðsmanns barna.

 

English
Hafðu samband