Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóknir leikskólabarna

04.04.2008
Heimsóknir leikskólabarna

Þessa dagana hafa verðandi 1. bekkingar verið að heimsækja Hofsstaðaskóla. Í heimsókninni hafa eldri nemendur aðstoðað við að taka á móti krökkunum og sýnt þeim skólann og lesið fyrir þá á bókasafninu. Næstu tvær vikur frá 7. -18. apríl koma nemendur í svokallaðan vorskóla en þá taka þeir þátt í skólastarfi með 1. bekkingum, borða með þeim nesti og fara í frímínútur. Margir eiga ánægjulega endurfundi við vini af leikskólanum og nágranna sem væntanlega samnemendur. Við hlökkum til að fá þessa fínu krakka til okkar í skólann í haust.

Til baka
English
Hafðu samband