Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónlist fyrir alla

18.04.2008

Þriðjudaginn 22. apríl verða tvennir tónleikar í skólanum í tengslum við verkefnið Tónlist fyrir alla. Hlutverk Tónlistar fyrir alla er að kynna nemendum í íslenskum skólum, einkum á grunnskólaaldri, ólíkar tegundir tónlistar í lifandi flutningi listamanna með það að markmiði að efla þekkingu þeirra og skilning á tónlist. Stefnt skal að því að allir nemendur fái notið Tónlistar fyrir alla einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn. Listamennirnir sem koma að þessu sinni eru:
Pálmi Sigurhjartarson - hljómborð (Sniglabandið)

Jón Rafnsson - bassi (Guitar Islancio, tríó Björns Thoroddsen)

Jóhann Hjörleifsson - trommur (Sálin hans Jóns míns, Stórsveit Reykjavíkur, Tríó Björns Thoroddsen).

Til baka
English
Hafðu samband