Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Syngjandi skóli

23.04.2008
Syngjandi skóli

Það komu góðir gestir í heimsókn og héldu tónleika með nemendum Hofsstaðaskóla í tengslum við verkefnið Tónlist fyrir alla - Syngjandi skóli. Tónlistarmennirnir Pálmi Sigurhjartarson, Jón Rafnsson og Ásgeir Óskarsson náðu upp fínni söngstemningu með nemendum og óhætt að segja að lagið "Selfoss er..."  hafi vakið mesta hrifningu.

Eftir tónleikana barst okkur eftirfarandi tölvupóstur:

Kærar þakkir fyrir móttökurnar í morgun og skólinn færi mikið hrós fyrir vasklegan og vel undirbúinn söng, - þetta var alveg sérlega skemmtileg heimsókn.

Jón Rafnsson
Tónlist fyrir alla

 

Til baka
English
Hafðu samband