Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árlegt vímuvarnarhlaup

30.04.2008
Árlegt vímuvarnarhlaup

Árlegt vímuvarnarhlaup Lionsklúbbsins Eikar fór fram miðvikudaginn 30. apríl. Að venju voru það nemendur í 5. bekk sem kepptust um að koma fyrst í mark. Boðhlaup er táknrænt í sjálfu sér – börnin taka við boðskap og hlaupa með hann til næsta barns sem tekur við keflinu o.s.frv. Með hlaupinu er verið að vekja börnin til umhugsunar og gera þau meðvituð um ábyrgð á eigin lífi, velferð og hamingju.
Með Lionskonum í för eru ávallt GÓÐAR fyrirmyndir sem ávarpa krakkana á undan hlaupinu. Að þessu sinni var það Alma í hljómsveitinni Nylon sem talaði til krakkanna og sagði þeim m.a. að það sé allt í lagi að segja NEI. Hún sagði þeim frá hvernig hún hefur sniðgengið vímuefni og hvatti þau til að þroska hæfileika sína og getu til að móta eigin lífsstíl og stefnu.

Hægt er að skoða fleiri myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband