Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hollt nesti

28.05.2008

Nú er undirbúningur hafinn af fullum krafti fyrir næsta skólaár. Á hverju vori gera skólastjórnendur tillögur að breytingum á skólanámskrá, verulegum og óverulegum. Tillögurnar eru síðan sendar foreldraráði til umsagnar og skólanefnd til kynningar.

Ein af breytingum fyrir næsta skólaár felst í eftirfarandi:

Í Hofsstaðaskóla hafa fram til þessa ekki verið settar viðmiðunarreglur varðandi morgunhressingu. Hollt fæði hefur forvarnargildi og þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að eingöngu verður leyfilegt að koma með ávexti, grænmeti og gróft brauð þar sem það á við. Mjólkurafurðir s.s. skyr og jógurt eru með miklu sykurmagni eins og sjá má í upplýsingum frá Lýðheilsustöð ,þó þær séu auglýstar sem hollustuvara.

Kökur sætt kex og orkubitar verða ekki leyfðir í morgunhressingu á næsta skólaári.

Við biðjum ykkur auk þess að lágmarka umbúðir enda flaggar skólinn Grænfánanum og vill gera það um ókomna framtíð. Þess vegna viljum við að börnin komi með djús á brúsum eða drekki kranavatn.

Með ósk um gott samstarf

Til baka
English
Hafðu samband