Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorsýning og umferðardagur

29.05.2008
Vorsýning og umferðardagur

Ágætu foreldrar, nú líður að lokum skólaársins og þar með 30 ára afmælishátíðinni sem við ljúkum með vorsýningu hér í skólanum þriðjudaginn 3. júní.

Sýningin er opin frá 8:30 – 9:30 og eru foreldrar og aðrir aðstandendur velkomnir í skólann á þeim tíma. Á sýningunni, sem er á göngum og í stofum, eru verkefni nemenda og einnig verk sem tengjast afmæli skólans. Leiðarljós skólans í miðrýminu er nú fullbúið og var það valhópur úr 7. bekk ásamt Sólrúnu Guðbjörnsdóttur sem lagði lokahönd á listaverkið.
Þeim foreldrum og gestum sem koma akandi er bent á að nýta sér bílastæði við Fjölbrautaskólann. Bílastæði við Hofsstaðaskóla verða lokuð vegna hjóla- og umferðadags.

Að lokinni vorsýningu er umferðardagur í skólanum og verður margvísleg dagskrá í boði s.s. skoðun og minniháttar viðgerðir reiðhjóla, hjólaskautar, hlaupahjól og línuskautar, ásamt göngu- og hjólaferðum auk ratleiks. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Hofsstaðaskóla undir atburðadagatal. Nemendur hafa fengið fræðslu um notkun öryggisbúnaðar og umferðarreglur. Þeir fá m.a. fræðsluefni með heim. Mikilvægt er að allir nemendur sem koma í skólann á hjólum, línuskautum eða hlaupahjólum noti öryggisbúnað þ.e. hjálm og hlífar.
Í hádeginu verður boðið upp á grillaðar pylsur. Skóladegi nemenda lýkur skv. stundaskrá.

Vonandi sjá sem flestir foreldrar sér fært að koma í heimsókn og skoða sýninguna og að nemendur eigi ánægjulegan og fróðlegan dag.

Til baka
English
Hafðu samband