Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslensku menntaverðlaunin

16.04.2009
Íslensku menntaverðlaunin

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í fimmta sinn nú í vor. Hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Flestir hafa skoðun á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni og góður skóli.

Allir eru hvattir til að senda inn tilnefningar um þá sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að hljóta Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskum grunnskólum.

Tilnefningar á að senda hvort sem er til skrifstofu forseta Íslands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavík, eða á menntaverdlaun@forseti.is . Síðasti skiladagur tilnefninga er mánudagurinn 20. apríl 2009.

Nánar má lesa um Íslensku menntaverðlaunin hér

 

Til baka
English
Hafðu samband