Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðventumessa í Vídalínskirkju

06.12.2010
Aðventumessa í Vídalínskirkju

Nemendur Hofsstaðaskóla voru í aðalhlutverki í aðventumessu í Vídalínskirkju sunnudaginn 5. desember. Þessi skemmtilega hefð hefur verið við lýði í meira en 20 ár, á annan sunnudag í aðventu, en nemendur í 5. bekk sjá ávallt um dagskrána. Nemendur kveiktu á aðventukertum, sungu falleg jólalög, léku á hljóðfæri, lásu frumsamdar sögur og ljóð auk þess var dansaður fallegur ballet. Margmenni var við athöfnina, enda eru foreldrar duglegir að styðja á virkan hátt við starf barna sinna. Séra Friðrik J. Hjartar stjórnaði athöfninni, en Unnur Þorgeirsdóttir tónmenntakennari í Hofsstaðaskóla hafði veg og vanda af því að undirbúa og stjórna nemendum Hofsstaðaskóla. Saman áttum við kirkjugestir hátíðalega stund.

Skoða myndir

 

Til baka
English
Hafðu samband