Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stærðfræðileikar á netinu

09.12.2010
Stærðfræðileikar á netinu

Nemendur í 6. bekk í bláum hópi í stærðfræði hafa fengið aðgang að erlendu stærðfræðinámsefni á netinu. Sjá http://www.mathletics.com

Ákveðið var að skrá hópinn í áskrift þetta skólaárið og prófa hvort og hvernig vefurinn hentaði krökkunum. Hér er um að ræða fjölbreytt námsefni sem snertir öll svið stærðfræðinnar svo og þjálfunarleik þar sem nemendur keppa í rauntíma við jafnaldra út um allan heim. Þá er innbyggt í þetta mjög öflug skráning þannig að kennari getur fylgst ítarlega með framförum nemenda og stýrt verkefnavali fyrir hvern og einn.

Krakkarnir hafa unnið mjög vel og afkastað miklu. Kennari hópsins er Anna Magnea Harðardóttir.

Sjá myndir hér

Til baka
English
Hafðu samband