Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundur í heimsókn

10.12.2010
Rithöfundur í heimsókn

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson heimsótti bókasafn Hofsstaðaskóla þann 1. desember. Hann hitti nemendur í 4. bekk og las fyrir þá úr bók sinni Ertu Guð, afi? en fyrir hana hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrr á þessu ári. Einnig hitti hann nemendur í 7. bekk og las fyrir þá úr nýjustu bók sinni sem heitir Þokan. Nemendur voru mjög spenntir yfir lestrinum og hlustuðu af athygli. Greinilegt að hér er um spennandi bækur að ræða.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband