Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stofnun nemendafélags

13.12.2010
Stofnun nemendafélags

Nemendafélag Hofsstaðaskóla var stofnað formlega 1. desember 2010 en þá var haldinn fyrsti fundur félagsins með nýrri stjórn sem í sitja fulltrúar allra bekkja frá 4. – 7. bekkjar. Fulltrúarnir voru dregnir úr hópi nemenda í hverjum bekk sem gáfu kost á sér. Ein stúlka og einn drengur sem aðalmenn og einn til vara af hvoru kyni, samtals 44 nemendur. Á fyrsta fundinn voru boðaðir bæði aðal og varamenn. Fundurinn hófst með hópefli þar sem nemendur unnu saman að því að leysa ákveðin verkefni. Bekkjarfundafyrirkomulag var viðhaft á fundinnum þar sem bolti var látinn ganga á milli nemenda og þeir tjáðu sig en einnig gátu þeir sagt pass og látið boltann ganga áfram.

Efni fyrsta fundar var að ræða nýja skólastefnu Garðabæjar og voru fjórar spurningar lagðar fyrir nemendur. Í lokin gafst nemendum kostur á að koma á að koma á framfæri því sem þeim eða skólafélögum þeirra brennur í brjósti en lesa má um það nánar í fundargerð.

Sjá myndir frá stofnfundi

Til baka
English
Hafðu samband