Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í 365 miðla

09.02.2011
Heimsókn í 365 miðla

Krakkarnir í 7. bekk hafa í vikunni heimsótt fjölmiðlafyrirtækið 365 Miðlar. Þar var vel tekið á móti þeim og fengu þau að kynnast starfsemi fyrirtækisins. Þau fóru meðal annars í hljóðver FM 957 þar sem Heiðar Austmann tók á móti þeim og fræddi þau um starf sitt sem útvarpsmanns og fengu þau að fylgjast með honum í beinni útsendingu. Krakkarnir fóru einnig í fréttaver Stöðvar 2 og fengu þar að lesa fréttir og veðurfréttir. Nemendurnir voru himinlifandi með heimsóknina og skemmtu sér konunglega.

Skoða myndir hjá 7. Ó.P.

Skoða myndir hjá 7. Ö.M.

Því miður dó rafhlaðan í myndavélinni þegar taka átti myndir í heimsókn 7. L.K.

Hóparnir fengu allir mynd af sér á "forsíðu" Fréttablaðsins 

7. L.K.

7. Ó.P.

7. Ö.M. 

Til baka
English
Hafðu samband