Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vegna óveðurs

10.02.2011
Vegna óveðurs

Veðurstofan varar við stormi í fyrramálið föstudaginn 11. febrúar. Foreldrar eru því hvattir til að fylgjast vel með veðri og veðurútliti í byrjun skóladags.

Hofsstaðaskóli fylgir reglum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SSH) um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Mikilvægt er að foreldrar fylgist sjálfir með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum.

Meti foreldrar aðstæður þannig að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Undir slíkum kringumstæðum hvetjum við ykkur til að senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is og nota Mentor (vegna veikindaskráningar), þar sem ekki er víst að símkerfið þoli mikið álag.

Til baka
English
Hafðu samband