Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í MS

14.02.2011
Heimsókn í MSNemendum úr 3. bekk Hofsstaðaskóla var boðið í heimsókn í Mjólkursamsöluna. Hópurinn fór með strætisvagni og var mjög vel tekið á móti þeim á áfangastað. Margt var gert til fróðleiks og skemmtunar í Mjólkursamsölunni. Skoðaður var stærsti mjólkurbílinn á landinu og leiðsögumaður sýndi minjasafnið og pökkunarsalinn. Auk þess fékk hópurinn að sjá ísgerðina. Lalli töframaður sýndi frábær töfrabrögð sem að sjálfsögðu vöktu nokkra lukku. Að lokum var hópnum boðið í fundarsalinn þar sem nemendur fengu ískalda mjólk, nýbakaðar kleinur, ávexti og ís. Þetta var því sannkölluð skemmtiferð.
Til baka
English
Hafðu samband