Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samvinna skóla og leikskóla

14.02.2011
Samvinna skóla og leikskóla

Góð samvinna hefur alltaf verið með skólanum og leikskólunum í nágrenninu. Nemendur af leikskólunum hafa heimsótt skólann og nemendur í 1. bekk hafa farið í heimsóknir á leikskólana. Í upphafi árs komu nemendur af Hæðarbóli í heimsókn og tóku þátt í þemaverkefni með 1. bekkingum. Viðfangsefnið var álfar og bústaðir þeirra. Samvinnan gekk mjög vel og unnu nemendur af kappi við að búa til litskrúðuga álfa. Vinnunni verður síðan haldið áfram bæði á leikskólanum og hér í skólanum.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband