Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Arnarneslækur í fóstur

28.02.2011
Arnarneslækur í fóstur

Miðvikudaginn 16. febrúar var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabær, Fjölbrautaskóla Garðabæjar og Hofsstaðaskóla um að skólarnir taki Arnarneslækinn í fóstur frá uppsprettu til ósa. Gunnar bæjarstjóri skrifaði undir samninginn fyrir hönd Garðabæjar, Hafdís Bára aðstoðarskólastjóri fyrir hönd Hofsstaðaskóla og Kristinn skólameistari fyrir hönd FG. Viðstaddir voru nemendur í umhverfisnefnd Hofsstaðaskóla, stjórn Nemendafélags FG auk annarra gesta. Þá var Þorsteinn fyrrum skólameistari FG viðstaddur en hann er aðal hvatamaðurinn að gerð samningsins. Sjá meðfylgjandi samning.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband