Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

28.02.2011
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Árleg skólahátíð stóru upplestrarkeppninnar var haldin miðvikudaginn 16. febrúar. Á hátíðinni eru valdir þrír fulltrúar og einn til vara til að lesa á Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar.

Hátíðin tókst í alla staði vel. Nemendum í 6. bekk var boðið að horfa á keppnina ásamt
7. bekkingum. Nokkrir nemendur í 6. bekk sáu um skemmtiatriði í hléi.
12 nemendur úr 7. bekkjum lásu stuttan texta og ljóð og stóðu þeir sig allir mjög vel. Dómnefndinni var því nokkur vandi á höndum. Þeir nemendur sem voru valdir sem fulltrúar skólans að þessu sinni eru Davíð Bjarni Björnsson 7. ÖM, Rannveig Eva Snorradóttir 7. LK, Vésteinn Örn Pétursson 7. ÖM. Til vara var valin Daníela Rán Pálsdóttir 7. LK . Allir þátttakendur fengu geisladiskinn „Get it together“ með Diktu frá skólanum í viðurkenningaskyni.


Héraðshátíðin fer fram fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 17-19 í Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem fulltrúar Hofsstaðaskóla keppa auk fulltrúa úr Flataskóla og Sjálandsskóla í Garðabæ svo og nemendur úr Grunnskólanum á Seltjarnarnesi.

 

Til baka
English
Hafðu samband