Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vel hirt skólalóð

31.08.2011
Vel hirt skólalóð

Tækni- og umhverfissvið, með garðyrkjustjóra í broddi fylkingar, tók til hendinni á skólalóðinni okkar áður en skólastarf hófst. Leiktækin voru máluð, skólalóðin slegin, þrifin og sópuð. Auk þess voru málaðir nokkrir leikir á malbikið s.s parís, tíu tuttugu, pókó, hundraðstafla og klukka. Pókóið hefur slegið í gegn, en nú eru fjórir vellir á skólalóðinni og allir í Hofsstaðaskóla, jafnt starfsmenn sem nemendur, kunna nú pókó. Nemendur eru einnig duglegir að finna sjálfir upp leiki t.d. er klukkan notuð í leik sem heitir Lukku-Láki. Hundraðstaflan og klukkan eru líka notaðar sem kennslutæki í útikennslu. Allar umbætur af þessu tagi leiða til betri umgengni og ekki síður glaðari nemenda.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband