Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kertagerð hjá 2.ÞÞ

11.12.2012
Kertagerð hjá 2.ÞÞ

Í jólamánuðinum er það orðin hefð að Þóra Þórisdóttir kennari fari með bekkinn sinn í heimsókn til Sigríðar og Björns tengdaforeldra sinna sem búa hér í bæ. Þau hafa opnað heimili sitt fyrir bekknum og kennt börnunum að búa til kerti og boðið þeim upp á veitingar, fræðslu og skemmtilegan félagsskap. 

Allir nemendur bjuggu til sín eigin kerti undir dyggri leiðsögn húsbænda. Það er gert þannig að þráðurinn er festur á spýtu og svo er honum dýft ofan í heitt vax og látið kólna á milli. Svona er kertinu dýft nokkrum sinnum eða þar til það er orðið nógu þykkt. Eftir kertagerðina var síðan leikið og boðið upp á veitingar. 

Sjá myndir frá heimsókninni á myndasíðu bekkjarinsMyndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband