Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagskrá í desember

12.12.2012
Dagskrá í desember

Á aðventunni er skólastarfið mjög fjölbreytt. Margir bekkir fara í vettvangsferðir s.s. á Árbæjarsafnið, leiksýningar, gera jólaföndur á Hönnunarsafninu eða fara á kaffihús. Flestir viðburðir eru skráðir á atburðadagatal skólans. 

Næsta vika hefst á s.k. rauðum degi þar sem allir mæta í rauðum fötum eða með eitthvað rautt. Nemendur og starfsmenn borða saman jólamat í matsal og hlusta á jólatónlist. 

Hefðbundin stofujól eða litlu jólin verða miðvikudaginn 19. desember. Kennsla er samkvæmt stundaskrá þann dag. Fimmtudaginn 20. desember er síðasti dagur fyrir jólaleyfi og þá mæta nemendur á jólaskemmtanir. Yngri nemendur, í 1. - 4. bekk mæta í skólann kl. 9.00 og eldri nemendur, í 5. - 7. bekk mæta kl. 11.00.

Sjá nánar dagskrá í desember.

Til baka
English
Hafðu samband