Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólastund í Vídalínskirkju

12.12.2012
Jólastund í Vídalínskirkju

Jólastund Hofsstaðaskóla var haldin síðastliðinn sunnudag í Vídalínskirkju. Þar létu hæfileikaríkir nemendur 5. bekkjar ljós sitt skína. Leikið var á hljóðfæri, lesnar sögur af Regnbogatré og skólakórinn söng.

Skólastjórinn sagði frá verkefni sem nemendur og starfsfólk Hofsstaðaskóla vinnur að um þessar mundir en það er samstarfsverkefni sjö skóla í Evrópu. Verkefnið heitir Regnbogatré/Rainbowtree. Markmiðið með því er að hafa áhrif á viðhorf og breytni nemenda gagnvart náttúrunni ásamt því að auðga þekkingu nemenda á mismunandi sviðum. Verkefnið gengur líka út á að efla skilning nemenda á mikilvægi umburðarlyndis og vináttu. Lesnir voru þrír kaflar úr sögunni um Regnbogatréð sem nemendur frá Rúmeníu, Bretlandi og Kýpur sömdu.

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband