Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líkamsímynd og sjálfsmynd

12.12.2012
Líkamsímynd og sjálfsmyndÍ síðustu viku fengu stúlkur í 7. bekk fræðslu hjá námsráðgjafa um líkamsmynd og sjálfsmynd. Fræðslan byggir á forvarnarverkefni sem styrkir líkamsmynd og sjálfstraust unglingsstúlkna. Rætt var um þann útlitsþrýsting sem margar stúlkur upplifa frá samfélaginu, farið var í það hvernig fegurðarviðmiðin hafa breyst og hvernig við stelpur getum styrkt sjálfstraust okkar og staðið gegn þrýstingnum um að líta út á ákveðinn hátt.
Til baka
English
Hafðu samband