Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóladagatal vísindanna

13.12.2012
Jóladagatal vísindannaVerkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur opnað nýtt jóladagatal, jóladagatal vísindanna sem ætlað er að glæða áhuga yngri kynslóðarinnar á undrum raunvísinda og verkfræði. Um er að ræða stutt myndbönd með skemmtilegum tilraunum í efnafræði, eðlisfræði og verkfræði sem auðvelt er að framkvæma í heimahúsum.
Nemendur í eðlisfræði, umhverfis- og byggingarverkfræði, lífefnafræði og efnafræði, þar á meðal úr Sprengjugenginu, hafa unnið myndböndin og sjá um að kynna tilraunirnar.

Myndböndin eru ætluð krökkum á öllum aldri og markmiðið er að auka áhuga þeirra á raunvísindum með það fyrir augum að fjölga nemendum í þeim greinum til framtíðar.

Við í Hofsstaðaskóla hvetjum nemendur og foreldra til þess að skoða myndböndin og prófa tilraunirnar heima.

Hér er hægt að  nálgast jóladagatal vísindanna

Dæmi um  einfalda og skemmtilega tilraun


Til baka
English
Hafðu samband