Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiklistarnámskeið í Hofsstaðaskóla

19.12.2012
Leiklistarnámskeið í Hofsstaðaskóla

Nemendum í 4.-7. bekk í Hofsstaðaskóla stóð til boða að sækja leiklistarnámskeið í tómstundastarfi í Hofsstaðaskóla á haustönn. 10 nemendur sóttu námskeiðið sem lauk með sýningu á sal föstudaginn 14. nóvember. Leikritið sem flutt var heitir Græningja ræningjar eftir Árna Kristjánsson leikstjóra sem leikstýrði hópnum. Leikritið sem var sýnt fyrir fullum sal byggir á hugmyndum leikhópsins um fjölskyldur í Garðabæ. 

Árni leikstjóri byrjaði á því að kenna áhorfendum að klappa og hætta að klappa á einu andartaki. Tilgangurinn er að ná hávaða úr salnum ef þannig má að orði komast. Áhorfendur stóðu sig með stakri prýði og hlustuðu og horfðu af áhuga.

Leikararnir stóðu sig afburða vel, fóru vel með textann og allar sviðshreyfingar. Gleðin skein úr hverju andliti.
Árni leikstjóri á þakkir skildar fyrir vel unnin störf og Þórgnýr umsjónarmaður Regnbogans fyrir vel leyst tæknimál.

Myndir frá Leiksýningunni

Til baka
English
Hafðu samband