Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólin alls staðar

03.12.2013
Jólin alls staðar

Miðvikudaginn 4. desember tekur kór Hofsstaðaskóla þátt í tónleikum “Jólin alls staðar” sem haldnir verða í Vídalínskirkju. Þar mun kórinn syngja með í nokkrum lögum. Eldir kórfélagar sem nú eru nemendur í Garðaskóla bætast í hópinn og syngja með kórnum á tónleikunum. Æft hefur verið á hverjum degi og jólalög sungin á göngum skólans. Mikil tilhlökkun er fyrir tónleikunum. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is. Örfá sæti eru enn laus og hvetjum við sem flesta til að mæta og taka þátt í jólastemningunni með okkur.

 

Skoða myndir af kórnum

Til baka
English
Hafðu samband