Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegir lesarar í Hofsstaðaskóla

12.02.2014
Glæsilegir lesarar í HofsstaðaskólaSkólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 12. febrúar s.l. Þar kepptu ellefu nemendur í 7. bekk um að taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í Héraðshátíð sem verður haldin miðvikudaginn 26. mars n.k. í Safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Nemendur lásu svipmynd úr bókinni Benjamín Dúfa eftir Friðrik Erlingsson sem Tinna Barkardóttir kynnti í upphafi dagskrár. Fjórar stúlkur í 6. bekk léku á hljóðfæri í hléi.
Þriggja manna dómnefnd sem skipuð var Hafdísi Báru Kristmundsdóttur aðstoðarskólastjóra Hofsstaðaskóla, Ástu Sölvadóttur foreldri í skólanum og Sigurveigu Sæmundsdóttur fyrrum skólastjóra Flataskóla og aðstoðarskólastjóra Hofsstaðaskóla, völdu þrjá fulltrúa og einn til vara. Eftirfarandi keppendur urðu fyrir valinu: Heiður Ívarsdóttir, Ásdís Birna Jónsdóttir og Kristín Hekla Örvarsdóttir sem aðalmenn og Helga María Magnúsdóttir sem varamaður. Allir sem tóku þátt í keppninni stóðu sig mjög vel og fengu að gjöf frá skólanum bókina Óðhallaringla eftir Þórarinn Eldjárn.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband