Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Trúarbragðafræðsla í 4. bekk

12.02.2014
Trúarbragðafræðsla í 4. bekk

Krakkarnir í 4.bekkjum skólans  fengu skemmtilega heimsókn í bekkina sína mánudaginn 10. febrúar. Þá kom AFS skiptinemi frá Thailandi til okkar sem dvelur á Íslandi í vetur og heitir Karin. Karin er 17 ára og er í MH. Þar sem hann er búddatrúar og við erum að læra um nokkur trúarbrögð í heiminum fannst okkur tilvalið að hann segði börnunum aðeins frá helstu áherslum í trúnni sinni. Hann sagði þeim frá mörgu, sýndi þeim nokkra muni og myndir m.a. af Búddastyttum og munkunum sem gegna miklu táknrænu hlutverki. Hann útskýrði gula litinn í kuflum munkanna sem táknar eld og kraft og sagði okkur líka frá því að munkarnir megi ekki eiga neitt. Einnig að búddistarnir gefa munkunum að borða því þeir mega ekki afla sér matar sjálfir. Í staðinn færa munkarnir þeim blessun. Búddistar biðja bænir og hugleiða hvernig þeir geta orðið betri manneskjur. Þeir eiga að vera góðir við alla, menn, dýr og náttúruna. Heimsókn þessi var bæði skemmtileg og fræðandi auk þess sem það er alltaf gaman að fá tilbreytingu í skólastarfið. Vonandi hafa allir lært eitthvað af þessari góðu heimsókn.

 

Sjá fleiri myndir á myndasíðu 4. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband