Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dansað fyrir betri heimi

14.02.2014
Dansað fyrir betri heimi

Nemendur og starfsmenn í Hofsstaðaskóla tóku í morgun þátt í viðburði á vegum samtakanna UN WOMEN á Íslandi sem kallaður er „dansað fyrir réttlæti“ .

Vel á þriðja þúsund manns dönsuðu í Hörpu á hádegi, en þar sem við áttum ekki heimangengt þá dönsuðum við á okkar forsendum, enda klukkan ekki 12:00 á hádegi á sama tíma á jörðinni.

Kristbjörg Ágústsdóttir zumbakennari stýrði dansinum, en allir viðstaddir tóku þátt af lífi og sál. Þetta var góður endir á síðasta skóladegi fyrir vetrarleyfi.

Markmiðið er að sýna samstöðu og vekja athygli á því að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár er dansað af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Dönsum af gleði og krafti fyrir mannréttindum kvenna, fyrir heimili þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns sín.

Sjá myndir frá atburðinum á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband