Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur í skólabúðum

03.03.2014
7. bekkur í skólabúðum

Það var eftirvæntingarfullur hópur nemenda í 7. bekk skólans ásamt starfsfólki sem lagði af stað  í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði snemma í morgun. Hópurinn mun dvelja þar við leik og störf út vikuna. Heimkoma er áætluð um miðjan dag á föstudag. Við ætlum að leyfa aðstandendum að fylgjast með hérna á vefnum hjá okkur. Verðum vonandi dugleg að birta fréttir og setja út myndir eftir því sem tími gefst og aðstæður leyfa. Höfum reyndar heyrt af því að nettenging á Reykjum sé slök en við reynum okkar besta að koma upplýsingum á framfæri. 

Á Reykjum bíða nemenda fjölbreytt verkefni og skemmtilegar samverustundir í fallegu umhverfi. Þessi dvöl á vonandi eftir að verða eitt stór ævintýri sem líður krökkunum seint úr minni.Hér er hægt að lesa nánar um  skólabúðirnar

Til baka
English
Hafðu samband