Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör í skólabúðunum

07.03.2014
Líf og fjör í skólabúðunum

Dvölin í skólabúðunum hefur verið frábær.Gleðin skín úr hverju andliti eftir fjölbreytta og skemmtilega dvöl. Á miðvikudagskvöldið var öllum hópnum í skólabúðunum boðið á generalprufu á Hvammstanga þar sem nemendur í 8.- 10. bekk sýndu leikritið Perfect. Í gær fimmtudag var svo hin sívinsæla hárgreiðslukeppni þar sem stúlkurnar taka sig til og greiða drengjunum og gera þá "sæta". Þetta er aðeins brot af öllu því skemmtilega sem nemendur og kennarar fá tækifæri til að upplifa í skólabúðunum í Reykjaskóla. Lesið meira um hvað hefur drifið á daga hópsins á síðunni þeirra og kíkið á myndirnar. 

En allt gaman tekur enda. Hópurinn leggur af stað heim í dag og munum við fá fréttir af þeim þegar þau nálgast höfuðborgarsvæðið.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband