Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fuglar í smíði og textílmennt

24.10.2014
Fuglar í smíði og textílmennt

Nemendur í 2. bekk sem eru  í smíði og textílmennt unnu saman að skemmtilegu fuglaverkefni. 

Gleðin og vinnusemin var mikil í hópnum og er afraksturinn margir glaðlegir fuglar og nemendur. Hofsstaðaskóli tekur þátt í Comeniusar verkefninu Little bird-little tale og er þetta verkefni krakkana góð tenging inn í það verkefni. Skólinn á von á góðum gestum í mars í tengslum við verkefnið og verður gaman að sýna þeim skapandi og skemmtilega vinnu nemenda skólans.

Skoðið fleiri myndir af vinnu nemenda á myndasíðunni hjá 2. bekk.
Til baka
English
Hafðu samband