Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. ÓP er í fjórða sæti í keppninni allirlesa.is

05.11.2014
6. ÓP er í fjórða sæti í keppninni allirlesa.is

Nú er leikurinn allirlesa.is í gangi hann byrjaði 17. október og 6. ÓP er núna í fjórða sæti yfir allt landið. 6.ÓP er í fyrsta sæti í Hofsstaðskóla í flokknum 10-29 þátttakendur. Krakkar úr fjórða bekk í námskeiðinu Sögur og fréttir fóru í morgun í heimsókn til 6.ÓP og spurði þau nokkurra spurninga. Þau voru spurð hvort þau héldu að þau ættu eftir að lesa svona mikið eftir keppnina og var svarið já. Krakkarnir í 6.ÓP sögðust líka lesa meira en áður og núna eru þau að lesa 840 mínútur hvert þeirra frá 17. október. Allur bekkurinn er hinsvegar samtals búin að lesa 18.488 mínútur. Krakkarnir í 6. ÓP voru spurð hvaða bókum þau mæltu með og sögðu þau m.a. að Tímakistan, Syrpa og Víti í Vestmannaeyjum væru allt skemmtilegar bækur. Þau voru spurð hvort þau héldu að þau myndu vinna allt landið eða vera í fyrsta sæti en þau voru ekki alveg viss. Þau sögðu að ef þau myndu halda svona áfram þá gæti það kannski gengið. Þau voru hinsvegar alveg viss um að þau ætluðu að vera í fyrsta sæti í Hofsstaðaskóla í lok keppninnar. Krakkarnir í 4. bekk eru nú samt ekki eins viss um það þar sem þau stefna líka á að vera í 1. sæti.

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Þessa frétt skrifuðu: Klara, Kristín, Margrét, Bergvin og Hreiðar í 4. ÁS og Guðmundur og Kristófer í 4. KÓ og Alexandra, Lára og Kristel í 4. ÓHG.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband