Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 1. bekk læra um vatnið

18.11.2014
Nemendur í 1. bekk læra um vatnið

Nemendur í 1. bekk hafa undanfarið verið að læra um vatnið. Þeir hafa unnið ýmis verkefni til að skilja það sem er í vatninu, hvað og hvar vatn geti verið og hvað sé hægt að gera með vatni. Þau hafa einnig rætt um öll þau form og myndir sem vatnið getur tekið á sig. Nemendur útbjuggu fallegar dropabækur um hringrás vatnsins, uppgufun, skýjamyndun, regnboga, rigningu, snjókorn, ferskvatn og saltan sjó svo eitthvað sé nefnt. 

Nemendur í 1. GÞ sömu eftirfarandi ljóð um vatnið:

Ljóðið um vatnið

Regnið kemur úr skýjunum
sem svífa um loftin blá.
Dropar frjósa og breytast í ís
og áin frýs.
Vatnið gufar upp aftur
og safnast saman í ský.
Sjórinn saltur er
og fiskarnir leika sér
Og silungar synda hér.
Vatnið er gott
handa þér og mér.

Nemendur í 1. GÞ

Til baka
English
Hafðu samband