Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slökkviliðið heimsótti 3. bekkinga

20.11.2014
Slökkviliðið heimsótti 3. bekkinga

Hressir menn frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins heimsóttu 3. bekkinga með forvarnafræðslu. Nemendur lærðu ýmislegt meðal annars um reykskynjara, brunateppi, umgengni við kerti og hvernig á að haga sér ef upp kemur eldur. Að fræðslu lokinni fengu allir að skoða slökkviliðsbílinn og sjúkrabílinn og kynnast tækjunum sem þar eru. Einnig voru nemendur hvattir til að svara eldvarnargetraun í samvinnu við fjölskyldur sínar. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir rétt svör.Við þökkum slökkviliðsmönnum kærlega fyrir komuna.

Sjá fleiri myndir hér

Til baka
English
Hafðu samband