Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð

29.01.2016
100 daga hátíð

Föstudaginn 29. janúar höfðu nemendur í 1. bekk Hofsstaðaskóla verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin svokölluð 100 daga hátíð. Þá var ýmislegt skemmtilegt gert til hátíðabrigða og börnin mættu í fjölbreyttum og skemmtilegum búningum. Farið var í skrúðgöngu um skólann, börnin bjuggu til hatta í tilefni dagsins og töldu 10 x 10 tegundir af góðgæti sem þau gæddu sér síðan á. Eftir hádegið var skemmtun á sal og að sjálfsögðu voru nemendur í 1. bekk sérstakir heiðursgetir á samkomunni og gengu þeir í salinn undir dynjandi lófaklappi nemenda í yngri deild. Á salnum sýndu nemendur í 6. bekk skemmtiatriði frá þorrablótinu sínu.

Dagurinn heppnaðist einstaklega vel í alla staði. Einhverjir nemendur í 1. bekk gengu svo langt að segja þetta sinn besta dag í lífinu. 100 daga hátíðin er orðin fastur liður í skólastarfinu og bíða bæði nemendur og starfsfólk dagsins með eftirvæntingu því hann setur svo sannanlega skemmtilegan blæ á skólastarfið.

Myndir frá þessum merka áfanga í lífi barnanna er að finna á myndasíðu 1. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband