Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin 1. og 3. sætið í Hofsstaðskóla

24.03.2017
Stóra upplestrarkeppnin 1. og 3. sætið í Hofsstaðskóla

Sonja Lind Sigsteinsdóttir í Hofsstaðaskóla varð í fyrsta sæti á loka hátið Stóru upplestrarkeppninnar og Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir í þriðja sæti en þær eru báðar úr 7. BÓ. Í öðru sæti varð Helga Sigríður Kolbeinsdóttir úr Álftanesskóla. Agnes Ómarsdóttir var varamaður Hofsstaðaskóla. Hátíðin fór fram fimmtudaginn 23. mars í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Tíu nemendur kepptu, tveir úr hverjum grunnskóla í Garðabæ ásamt nemendum úr Grunnskólanum á Seltjarnarnesi.
Við óskum Sonju Lind og Bergdísi Lilju innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Á myndinni er Sonja Lind til vinstri, Bergdís Lilja í miðjunni og Agnes til hægri.

Á myndasíðu skólans má sjá fleiri myndir frá lokahátíðinni

Til baka
English
Hafðu samband