Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn stúlkna úr Barnaskóla Hjallastefnunnar

27.04.2017
Heimsókn stúlkna úr Barnaskóla Hjallastefnunnar

Fimmtudaginn 27. apríl komu sex hressar stúlkur úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í heimsókn til okkar í Hofsstaðaskóla. Þær byrja í Hofsstaðaskóla í haust og fara þá í 5. bekk. Stúlkurnar komu til að kynna sér skólann betur og skoða sig um. Þær eru spenntar að byrja í skólanum í haust og við bjóðum þær hjartanlega velkomnar. Þær þekkja og eiga marga vini hérna úr íþróttunum.

Stúlkurnar fengu að heyra örlitið um upplýsingatæknina og sýndu grænskjánum sérstakan áhuga en þar eru teknar myndir og myndbönd og skipt um bakgrunna. Þær stilltu sér upp og fengu af sér meðfylgjandi mynd við Eiffel-turninn í París. Sjáumst í haust stúlkur.

Til baka
English
Hafðu samband