Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesum meira

28.04.2017
Lesum meira Spurningakeppnin Lesum meira fór fram þriðjudaginn 25. apríl milli 6. bekkja. Mikil stemning og samstaða var innan bekkja en hver bekkur var auðkenndur í bleiku, bláu eða hvítu og var búinn að semja stuðningslög sem sungin voru á keppninni. Spurningakeppnin skiptist í fjóra hluta: Hraðaspurningar, vísbendingaspurningar, leikin orð og valflokka. Gríðarlega mikil spenna var í keppninni sem vannst með einungis eins stigs mun. Það var 6. LK sem bar að lokum sigur úr býtum við mikinn fögnuð stuðningamanna sinna. 6. HÞ var í öðru sæta og 6. AMH í þriðja. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér konunglega og stóðu sig frábærlega og gengu glaðir út í daginn.

Myndir frá keppninni eru á myndasíðu 6. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband