Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5.ÖM skemmtir eldri deild

16.03.2018
5.ÖM skemmtir eldri deild

Það var sannanlega líf og fjör í skólanum í dag. Nemendur í 5. ÖM skemmtu nemendum eldri deildar eftir hádegið. Krakkarnir hafa undanfarna viku æft vel fyrir skemmtunina til að allt væri sem glæsilegt og gengi vel. Strákarnir tóku og klipptu myndbönd og frumsamið leikrit eftir stúlkurnar í bekknum var einn af þeim dagskrárliðum sem bekkurinn bauð upp á. Inn í leikritið fléttaðist rapp, söngur og dans. Í lokin hvöttu krakkarnir í ÖM alla til að standa upp og dansa inn í helgarfríið. 

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband