Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmd könnunarpróf í 7. bekk

20.09.2018
Samræmd könnunarpróf í 7. bekkÍ dag þreyttu nemendur í 7. bekkjum skólans samræmt próf í íslensku. Þetta var fyrsta al­menna sam­ræmda könn­un­ar­próf­ið sem lagt hefur verið fyr­ir frá því að tækni­leg vanda­mál urðu í tveim­ur próf­um nem­enda í 9. bekk í mars fyrr á þessu ári. Að þessu sinni voru það um 4.400 nem­end­ur sem þreyttu próf í ís­lensku. Hjá okkur í Hofsstaðaskóla voru nemendur um 63 talsins sem tóku prófið og notuðum við borðtölvur, fartölvur og Chrombook tölvur. Framkvæmdin gekk vel. Á morgun föstudaginn 21. september þreyta sömu nemendur könnunarpróf í stærðfræði. Við erum stolt af nemendum okkar og óskum þeim góðs gengis á morgun.
Til baka
English
Hafðu samband