Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ólympíuhlaup ÍSÍ

10.10.2018
Ólympíuhlaup ÍSÍFöstudaginn 5. október tóku um 550 nemendur skólans þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem áður hét Norræna skólahlaupið. Yngri nemendur hlupu um morguninn en eldri í lok skóladags. Nemendur fóru a.m.k. einn hring sem er 2,5 kílómetrar en í boði var að fara fleiri hringi. Nemendur hlupu að meðaltali 3,16 km en í einum 4. bekk voru margir duglegir að hlaupa og fóru 4,46 km að meðaltali. Með þátttöku í skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Til baka
English
Hafðu samband