Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Valin í vinnusmiðju NKG

02.05.2019
Valin í vinnusmiðju NKG

Þrír nemendur skólans, þau Ester Sól Jónsdóttir, Hera Sjöfn Bjartsdóttir úr 7. bekk og Ólöf Svava Helgadóttir úr 5. bekk og  hafa verið valin í vinnusmiðju NKG sem fer fram 20 -21. maí. Tilgangur vinnusmiðjunnar er að hver og einn fái tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar nánar með aðstoð leiðbeinenda og öðlist þekkingu í ferlinu "hugmynd - vara - verðmæti með því að teikjna og hanna veggspjald, smíða eða sauma frumgerð (líkan), forrita grunnatriði tölvuleiks/apps eða vinna þá framsetningu sem lýsir hugmyndinni þeirra best. Sannkölluð frumkvöðlavinna. Fyrir þá sem ekki vita þá stendur NKG fyrir nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Lokahóf keppninnar og verðlaunaafhending fer fram þriðjudaginn 21. maí.  

Nemendur Hofsstaðaskóla hafa staðið sig ótrúlega vel hvað varðar innsendingu á hugmyndum og uppskorið samkvæmt því. Fjölmargir hafa fengið tækifæri til að taka þátt í vinnusmiðjunum í gegnum árin og viðurkenningarnar orðnar nokkuð margar sem hafa skilað sér í hús. Við óskum stúlkunum innilega til hamingju með að hljóta boðið í vinnusmiðjurnar og óskum þeim alls hins best.

Til baka
English
Hafðu samband