Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun haustið 2019

11.08.2019
Skólabyrjun haustið 2019

Hofsstaðaskóli verður settur föstudaginn 23. ágúst n.k. Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrá. Námsgögn eru afhent í skólanum og eru gjaldfrjáls. Haustfundir með foreldrum verða dagana 4. - 11. september kl. 8.30 til 9.30.  Innritaðir nemendur eru 583.

Margrét Harðardóttir skólastjóri lét af störfum 1. ágúst sl. og hefur staða hennar verið auglýst til umsóknar og stendur ráðningaferli yfir þessa dagana. Hafdís Bára Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri er settur skólastjóri þar til gengið hefur verið frá ráðningu og nýr skólastjóri tekur til starfa. Margrét Einarsdóttir er settur aðstoðarskólastjóri á sama tíma. Deildarstjórar eru þær Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir, yngri deildir. Bergljót Vilhjálmsdóttir, sérkennsla og Margrét Erla Björnsdóttir eldri deildir. 

Skóladagatal ársins er birt hér á síðunni og þar má finna allar upplýsingar um uppbrot á skólastarfinu, frídaga og fleira. Starfsmenn Hofsstaðaskóla og stjórnendur hlakkar til nýs skólaárs og gefandi vinnu með nemendum og forráðamönnum. 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband