Öskudagur - dagskrá
25.02.2020

Nesti og matur
Eins og aðra daga hafa nemendur með sér hollt og gott nesti í morgunhressingu. Í hádeginu verður boðið upp á samlokur fyrir nemendur sem eru í áskrift, aðrir koma með hádegisnesti. Athugið að ekki verður hægt að hita í örbylgjuofni né grilli þennan dag þar sem flestir nemendur borða hádegismat í bekkjarstofum.
Regnboginn
Nemendur sem eru skráðir í Regnbogann geta farið þangað kl. 12:15 þegar skóla lýkur. Vinsamlega látið vita ef nemandinn kemur ekki! Sendið þá tilkynningu þar um á netfangið valaosk@hofsstadaskoli.is
Hlökkum til að eiga skemmtilegan öskudag með börnunum í Hofsstaðaskóla
Með bestu kveðju
stjórnendur