Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Olympíuhlaup ÍSÍ

21.09.2020
Olympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Hofsstaðaskóla föstudaginn 18. september. Markmiðið með hlaupinu er að leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlaupið hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984 og gekk áður undir nafninu norræna skólahlaupið.

Í hlaupinu geta nemendur valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Kíkið á myndir sem teknar voru meðan hlaupið stóð yfir


 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband