Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sóttvarnir og viðbrögð við hertum aðgerðum vegna COVID-19

06.10.2020
Sóttvarnir og viðbrögð við hertum aðgerðum vegna COVID-19

Í gær tóku gildi auknar takmarkanir og hertar sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19 enda ærin ástæða til miðað við nýjustu tölur um smit í samfélaginu. Reglurnar gilda til 19. október. 

Í grunnskólum eru ekki miklar breytingar er varða nemendur aðrar en þær að við aukum enn frekar handþvott og sprittun. Nemendur byrja á að spritta sig við komu í skólann og allir þvo hendur fyrir nestis- og matartíma og eftir útivist. Við bætum líka í sótthreinsun á snertiflötum í húsnæðinu. Starfsfólk í matsal er með grímur og hanska. Vettvangsferðum og ýmsum viðburðum er frestað næstu tvær vikurnar.

Fyrirhuguðum bekkjarmyndatökum í 1., 3., 5 og 7. bekk hefur verið frestað til 5. nóvember n.k. Biðjum forráðamenn engu að síður að skila inn samþykkinu sem fyrst til umsjónarkennara.

Skýrar reglur gilda um gestakomur í skólann og hafa þær ekki breyst neitt hvað varðar aðstandendur nemenda. Þeir koma einungis inn í skólann ef brýna nauðsyn ber til eða þeir eru sérstaklega boðaðir þangað. Á næstu dögum fáið þið sendar upplýsingar um fyrirkomulag nemenda- og foreldrasamtala sem eru á dagskrá 22. október. Við minnum svo á að föstudaginn 23. október er skipulagsdagur og þá fellur kennsla niður og frístundaheimilið Regnboginn er lokað.

Að lokum viljum við ítreka mikilvægi þess að tilkynna forföll nemenda fyrir kl. 9.00 á morgnana. Það má gera með því að skrá í fjölskylduvefinn www.mentor.is  sem er mjög þægileg og fljótleg leið eða með tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is og afriti á umsjónarkennara. Þannig minnkum við álag á símakerfið og skrifstofuna.

Með samstarfskveðju og góðum óskum

Stjórnendur Hofsstaðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband