Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smiðjur

19.11.2020
Smiðjur

Nemendur í skólanum urðu mjög glaðir þegar létt var í vikunni á takmörkunum sem giltu í skólastarfinu vegna Covid-19. Nemendur í 5. - 7. bekk urðu fyrst og fremst mjög glaðir að losna undan grímuskyldu og ekki síður urðu þeir glaðir þegar ljóst var að þeir gætu sótt smiðjur. Yngri nemendurnir gleðjast að sjálfsögðu einnig yfir því að geta sótt smiðjur á ný.  
List- og verkgreinar í skólanum eru kenndar í smiðjum ásamt ýmsum öðrum skemmtilegum viðfangsefnum. Ein smiðjan á yngra stigi heitir t.d. Batik og bönd. Þar glíma nemendur m.a. við að skapa sínar eigin myndir og sauma úr þeim púða auk þess sem þeir framleiða vinabönd í metratali. Á myndasíðu skólans má sjá nokkrar myndir úr smiðjunni Batik og bönd.


Til baka
English
Hafðu samband