Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gjöf til Hofsstaðaskóla

01.12.2020
Gjöf til HofsstaðaskólaOkkur til mikillar ánægju hefur Bjarni Fritzson rithöfundur gefið skólanum rausnarlega bókagjöf sem þakklætisvott fyrir gott samstarf undanfarin ár en hann hefur komið til okkar, lesið upp úr bókum sínum og frætt nemendur um sjálfstyrkingu og hvernig hægt er að vera besta útgáfan af sjálfum sér.
Gjöfin mun nýtast okkur afar vel í skólastarfinu en bókagjöfin er bekkjasett af Orra óstöðvandi: Hefnd glæponanna, sem var valin barnabók ársins á Bókmenntahátíð barnanna 2020. Að auki fylgir með skemmtilegt verkefnahefti upp úr bókinni sem nemendur geta unnið í samhliða lestrinum. Bækurnar verða til útláns sem bekkjarsett á bókasafninu og geta kennarar nýtt þær í kennslunni.
Til baka
English
Hafðu samband